Kimono úr náttúrulegri viskós – einfaldur og kósý sloppur
Þessi einfaldi en glæsilegi kimono frá Lín Design er hannaður til að veita þægindi og rennur létt og fallega yfir líkamann. Hann er bundinn saman með belti og hefur laust snið sem hentar öllum líkamsgerðum.
Kimono-sloppurinn er saumaður úr 96% umhverfisvænni viskó og 4% teygju – náttúrulegt og silkimjúkt efni sem andar vel og veitir góða hreyfigetu. Fullkominn sem sloppur yfir náttföt eða á kósýdögum heima.
🌿 Eiginleikar:
✔ Silkimjúkt viskós-efni
✔ Léttur og andandi
✔ Einfalt snið án skrauts
✔ Belti í mitti
✔ Tilvalinn yfir náttföt eða kósýsett
✔ Fáanlegur í svörtu
✔ Stærðir: S, M, L og XL
✔ Unisex snið – hentar öllum kynjum
♻️ Umhverfisvitund:
Við hjá Lín Design vinnum með Rauða krossinum að söfnun notaðra flíka. Komdu með lúna flík til okkar og fáðu 20% afslátt af nýrri. Þannig gefum við flíkum annað líf og verndum náttúruna.
🧺 Þvottaleiðbeiningar:
Má þvo á 30°C – sjá merkingar á flík.