Hrafninn, eða Krummi er einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru. Krummi er umdeildur fugl en hann er dáður fyrir útlit og háttsemi.
Margar þjóðsögur og frásagnir eru til af krumma. Einnig þekkjum við margar vísur þar sem krumminn kemur við sögu. Í huga margra er Hrafninn ókrýndur þjóðfugl Íslendinga.
Mynstrið er bæði áprentað og bróderað sem gerir púðann einstsakann, en textinn,, Krummi krunkar úti, kallar á nafna sinn er bróderað á bakhlutann svo hægt er að nota púðann á fleiri en einn vegu.
Púðaverið kemur í stærð 45X45 og hægt er að kaupa fyllingu í púðann.
Púðinn er framleiddur úr 100% polyester efni sem auðvelt er að þrífa. Þvoist við 40 gráður (sjá þvottaleiðbeiningar
Lín Design vörurnar eru Oeko-Tex vottaðar.