Krummi langermasamfella
Hrafninn, eða Krummi er einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru. Krummi er umdeildur fugl en hann er dáður fyrir útlit og háttsemi.
Margar þjóðsögur og frásagnir eru til af krumma. Einnig þekkjum við margar vísur þar sem krumminn kemur við sögu. Í huga margra er Hrafninn ókrýndur þjóðfugl Íslendinga.
Fatnaður á að vera þægilegur og endingargóður. Þess vegna sérvöldum við bómullina í Krumma línuna og er hún úr 100% umhverfisvænni bómull sem mýkist vel. Til að hámarka mýktina er bómullarþéttleikinn mikill. Markmið okkar er að hanna notalegar flíkur sem gleðja og veita vellíðan.
Krummalínan er fyrir krakka á aldrinum 2 mán – 8 ára.
Þvoist við 40 gráður (sjá þvottaleiðbeiningar).
Þegar barnið þitt er vaxið upp úr sinni stærð hefur þú kost á að koma með flíkina og fá aðra með 20% afslætti. Sé flíkin enn í góðu standi sendum við hana til Rauða krossins sem sér um að koma henni til þeirra sem geta nýtt hana aftur. Með þessu spörum við öll og nýtum vörurnar betur.