Lín Design dúnsæng – náttúruleg gæði og lúxus fyrir svefninn
Hágæða Lín Design dúnsæng fyllt með 100% RDS-vottuðum andadúni.
Einstaklega mjúk, létt og hitatemprandi sæng sem veitir náttúrulega einangrun og þægindi allt árið.
Allar dúnsængur frá Lín Design eru bæði RDS (Responsible Down Standard) og OEKO-TEX® vottaðar, sem tryggir að þær séu framleiddar á siðferðilega, sjálfbæran og eiturefnalausan hátt.
Eiginleikar
✔ 100% andadúnn – án fiðurs, aðeins hreinasti dúnninn fyrir hámarks mýkt
✔ Hólfað fyllingarkerfi – jafnar hitann og kemur í veg fyrir að dúnninn færist til
✔ 270 þráða bómullaryfirborð – náttúruleg öndun og mjúk viðkoma
✔ Hitatemprandi og rakadræg – dregur í sig raka og heldur líkamanum þurrum
✔ Þvottur: 40°C, má þurrka í þurrkara á vægum hita
Stærðir og fylling
📏 Einstaklingsstærðir
-
140×200 cm – 600 g fylling: Létt og loftgóð sæng fyrir þá sem eru heitfengir. Frábær fyrir sumarnætur, hlýrra loftslag og konur á breytingaskeiði sem vilja jafnan næturhita.
-
140×200 cm – 800 g fylling: Meðaleinangrandi sæng sem hentar allt árið – veitir hlýju án þess að þyngja.
-
140×220 cm – 900 g fylling: Sama hitajöfnun og 800 g sængin, en hentar hávöxnum þar sem hún er 220 cm löng og nær betur niður að fótum.
-
140×200 cm – 1000 g fylling: Lúxussængin okkar – einstaklega „fluffy“, hlý og mjúk. Hentar þeim sem vilja hámarksþægindi og lúxusáferð eins og á hótelum.
📏 Hjónastærð
-
200×220 cm – 1200 g fylling: Ríkuleg og mjúk hjónasæng sem hentar vel fyrir tvo, með fullkominni hitatemprun og jafna fyllingu.
Náttúruleg gæði – siðferðileg framleiðsla
Dúnninn í Lín Design-sængum er fenginn frá velferðarvænum framleiðendum í matvælaiðnaði, ekki ræktuðum sérstaklega fyrir dúnframleiðslu.
Hver sæng er framleidd með ábyrgð, rekjanleika og virðingu fyrir náttúru og dýravelferð.
Sjálfbær hönnun og umbúðir
Allar sængur og koddar frá Lín Design eru afhentar í fjölnota töskum sem henta vel til geymslu eða ferðalaga og eru hluti af okkar sjálfbæru hönnunarstefnu.