Móa samfestingur
Áttablaðarósin hefur lengi verið algeng í íslenskum hannyrðum. Þessi gamla en sígilda hönnun byggir á fornu mynstri sem minnir margt á frostrós. Áttablaðarósin er form sem sameinar menningu okkar og fallega hönnun. Áttablaðarósin er byggt á munstri úr sjónabók Jóns Einarssonar bónda og hagleiksmanns í Skaftafelli á 18. öld. Bókin hefur að geyma mörg munstur ætluð til hannyrða og er varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands.
Fatnaður á að vera þægilegur og endingargóður. Þess vegna sérvöldum við bómullina í Móu línuna og er hún úr 100% umhverfisvænni bómull sem mýkist vel. Til að hámarka mýktina er bómullarþéttleikinn mikill. Markmið okkar er að hanna notalegar flíkur sem gleðja og veita vellíðan.
Móulínan er fyrir krakka frá 2 mán – 8 ára
Þvoist við 40 gráður (sjá þvottaleiðbeiningar).
Þegar barnið þitt er vaxið upp úr sinni stærð hefur þú kost á að koma með flíkina og fá aðra með 20% afslætti. Sé flíkin enn í góðu standi sendum við hana til Rauða krossins sem sér um að koma henni til þeirra sem geta nýtt hana aftur. Með þessu spörum við öll og nýtum vörurnar betur.