Tákn ástar, jafnréttis og fjölbreytileika
Regnbogi púðinn frá Lín Design er hannaður sem hlý og jákvæð áminning um að ástin er fyrir alla. Litagleðin og hjartalaga bróderingin gefa rýminu líf, hlýju og sterk skilaboð um samþykki og virðingu.
Hönnun & smáatriði
– Áprentað regnbogamynstur með skýrum og fallegum litum
– Bróderað hjarta og textinn „ást er ást“ fyrir persónulegt yfirbragð
– Mjúkt, slitsterkt efni sem hentar bæði stofu og svefnherbergi
Stærð & efni
– 45×45 cm
– 100% polyester – endingargott, litfast og auðvelt í umhirðu
– Púðafylling fæst sér
Umhirða
– Má þvo á 40°C (sjá merkingar á miða)













