Selur – Rúmföt úr 380 þráða Pima-bómull með bróderingu
Íslenskt dýralíf er einstakt, og selurinn hefur lengi verið hluti af því. Selur rúmfötin frá Lín Design sameina fallega íslenska hönnun og listilega útsaumaða bróderingu í svörtu og hvítu, ofna í hágæða 380 þráða Pima-bómull.
Pima-bómullin tryggir langa þræði, þéttan vefnað, silkimjúka áferð og varanlega endingu. Hún er náttúrulega hitatemprandi, andar vel og mýkist með hverjum þvotti.
Sængurverið lokast að neðan með tölum og er með böndum að innanverðu til að halda sænginni á sínum stað.
Eiginleikar:
✔ 100% langþráða Pima-bómull – silkimjúk og endingargóð
✔ 380 þráða vefnaður – lúxusáferð
✔ Svarthvít bródering innblásin af íslensku dýralífi
✔ Andar vel og er hitatemprandi – stuðlar að betri svefni
✔ Sængurver með böndum að innan – heldur sænginni á sínum stað
✔ Lokun með tölum á sængurverum, hliðarop á koddaverum
✔ OEKO-TEX® vottuð framleiðsla – engin skaðleg efni
✔ Kemur í endurnýtanlegu 40×40 cm púðaveri í sama mynstri – aukið notagildi og minni sóun
✔ Sjálfbærni í fyrirrúmi – 20% afsláttur við skil á eldri vöru
Þvottaleiðbeiningar:
Má þvo á 40°C. Forðastu mýkingarefni til að varðveita mýkt og endingu efnisins.
Sjálfbærni:
Við skil á eldri rúmfötum færðu 20% afslátt af nýjum. Eldri rúmföt fara til Rauða krossins og fá framhaldslíf hjá þeim sem þurfa á þeim að halda – hvort sem er til beinnar notkunar eða í vefnað.










