Lífsporin barnarúmföt – Einstök gjöf til lítilla kríla
🌱 Styrktarverkefni Lín Design og Líf styrktarfélags
Lífsporin eru hluti af fallegu styrktarverkefni sem Lín Design vinnur að í samstarfi við Líf – styrktarfélag kvennadeildar Landspítala, sem hefur það markmið að bæta aðbúnað og þjónustu fyrir konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu. Lífsporin eru hugsuð sem hlýleg og kærkomin gjöf til nýrra einstaklinga – til að fagna lífinu í upphafi þess.
Hágæða efni fyrir viðkvæma húð barnsins
Rúmfötin eru ofin úr 600 þráða Pima-bómullarsatíni, sem tryggir þéttan og vandaðan vefnað, einstaka mýkt, náttúrulega hitajöfnun og framúrskarandi endingu. Pima-bómullin er einstaklega mjúk og hentar vel fyrir viðkvæma húð barna – hún andar vel og heldur raka frá húðinni til að stuðla að góðum svefni.
Hagnýt hönnun – smáatriðin skipta máli
Á innanverðum sængurverunum eru bönd sem passa við Lín Design dúnsængurnar og halda sænginni tryggilega á sínum stað. Með hverju rúmfatasetti fylgir aukalegt sængurver – hugsað fyrir bangsa eða dúkku – sem rúmfötin eru jafnframt umbúðuð í til að minnka umbúðaúrgang og auka notagildi.
Falleg smáatriði með merkingu
Bangsarúmfötin eru bróderuð með orðinu „Líf“ og textabroti úr samnefndu lagi eftir Stefán Hilmarsson:
Umhverfisvæn og vottuð framleiðsla
✔ OEKO-TEX® STANDARD 100 vottuð framleiðsla – tryggir að engin skaðleg efni séu í efninu
✔ Umbúðir eru endurnýtanlegar og umhverfisvænar
✔ Endurvinnsluhvatning: Skilaðu eldri rúmfötum til okkar og fáðu 20% afslátt af nýjum – við komum þeim til Rauða krossins sem sér um að nýta þau áfram
Stærðir
-
70×100 cm
-
100×140 cm
-
Koddaver: 35×50 cm
Þvottaleiðbeiningar
Þvoist við 40°C. Sjá nánari upplýsingar í þvottaleiðbeiningum.