Jólaflöskupoki – hlýleg íslensk hönnun á jólaborðið
Íslenskar jólahefðir eru nú sem áður í miklu uppáhaldi hjá hönnuðum Lín Design – og jólasveinafjölskyldan stækkar með hverju árinu.
Þessi fallegu jólaflöskupokar eru skreyttir með bróderuðum myndum af jólakettinum eða Grýlu, og gefa jólaborðinu hlýlegt og skemmtilegt yfirbragð.
Pokarnir eru ofnir úr vönduðu efni og bróderaðir bæði að framan og aftan, þar sem finna má litla jólasögu eða fróðleik.
Þeir eru tilvaldir sem skraut á jólaborðið, umbúðir fyrir vínflösku eða vatnsflösku, eða sem falleg gjöf til vina og fjölskyldu.
✔ Bróderað mynstur af jólakettinum eða Grýlu
✔ Hentar undir vínflösku, vatnsflösku eða sem gjafapoki
✔ Falleg viðbót við jólaborðið
✔ OEKO-TEX® vottað efni
✔ Hluti af íslensku jólalínu Lín Design

Dúnkoddi – Veldu stuðning: 400–600 g - 600 gr, 50X70
Dúnkoddi 40 × 40 cm – 200 g andadúnn
Fjöll og firnindi – 380 þráða Pima-bómull rúmföt með útsaumi - 140X220
Hvítt koddaver úr 100% Pima bómull – 40x40 cm
Krummi svaf í klettagjá– 540 þráða satín koddaver með texta – 50x70 cm 










