Jólasveinar – dúkur sem fangar anda íslenskra jóla
Íslenskar jólahefðir eru hjartað í hönnun Lín Design, og þessi fallegi dúkur sýnir það á einstakan hátt.
Hér má sjá þrettán íslenska jólasveina prýða dúkinn ásamt Grýlu og Leppalúða sem sitja hvor á sínum enda.
Mynstrið er vandlega bróderað ofan í vefnaðinn, sem gefur dúknum handverkslegt og hlýlegt yfirbragð.
Dúkurinn er ofinn úr 80% bómull og 20% pólýester, sem tryggir náttúrulega áferð og fallega drætti en jafnframt auðvelda umhirðu.
Þessi efnablanda heldur dúknum sléttum og fallegum án þess að hann þurfi mikla strauju.
Fullkominn yfir aðventuna, jólahlaðborðið eða sem gjöf til þeirra sem kunna að meta íslenska hönnun og hefðir.
✔ 80% bómull og 20% pólýester
✔ Bróderaðar jólamyndir – íslensku jólasveinarnir, Grýla og Leppalúði
✔ Hlýleg hönnun sem fangar anda jólanna
✔ Auðvelt að halda fallegum
✔ OEKO-TEX® vottað efni
Þvottaleiðbeiningar: Þvoist við 40–60°C (sjá þvottaleiðbeiningar).

Dúnkoddi – Veldu stuðning: 400–600 g - 600 gr, 50X70
Dúnkoddi 40 × 40 cm – 200 g andadúnn
Fjöll og firnindi – 380 þráða Pima-bómull rúmföt með útsaumi - 140X220
Hvítt koddaver úr 100% Pima bómull – 40x40 cm
Krummi svaf í klettagjá– 540 þráða satín koddaver með texta – 50x70 cm 
















