Biðukolla 380 þráða Pima bómull rúmföt – Silkimjúk íslensk hönnun með fallegu útsaumsmunstri
Oeko-Tex vottuð Pima bómull með lengsta útsaumsmunstri okkar
Biðukolla er eitt af skemmtilegustu blómum í íslenskri náttúru og flestir eiga minningar af því að blása fræjunum af blóminu. Þetta einstaka mynstur nær frá botni sængurvers og upp með því og sýnir biðukolluna í sinni fínlegu fegurð.
Þessi lúxusrúmföt eru ofin úr 380 þráða Pima-bómull, sem tryggir einstaklega mjúkan, þéttan og endingargóðan vefnað. Pima-bómullin er þekkt fyrir að anda vel og vera hitatemprandi, sem skapar fullkomið svefnumhverfi allt árið um kring.
✔ 100% langþráða Pima-bómull – silkimjúk og endingargóð
✔ 380 þráða satín vefnaður – veitir lúxusáferð
✔ Andar vel og er hitatemprandi – stuðlar að svefngæðum
✔ Fagurlega útsaumið mynstur af biðukollu sem nær frá botni sængurvers upp með því
✔ Oeko-Tex vottuð framleiðsla – engin skaðleg efni
✔ Sængurver með böndum að innan – heldur sænginni á sínum stað
✔ Kemur í endurnýtanlegu púðaveri í sama mynstri – minni sóun
✔ Sjálfbærni í fyrirrúmi – 20% afsláttur við skil á eldri vöru
Þegar rúmfötin eru orðin lúin geturðu komið með þau til okkar og fengið 20% afslátt af nýjum. Við látum eldri rúmföt ganga áfram til Rauða krossins, þar sem þau fá framhaldslíf hjá þeim sem þurfa á þeim að halda.
Stærðir og innifalið í settinu:
📏 Einstaklingsstærðir:
- 140×200 cm (1 stk sængurver)
- 140×220 cm (1 stk sængurver – fyrir lengri sængur)
- Innifalið: 1 stk 50×70 cm koddaver + 1 stk 40×40 cm púðaver
📏 Hjónastærðir:
- 200×200 cm (1 stk sængurver – fyrir hjónarúm)
- 200×220 cm (1 stk sængurver – stærri hjónastærð/tvöföld sængurverastærð)
- Innifalið: 2 stk 50×70 cm koddaver + 1 stk 40×40 cm púðaver
🧼 Þvottur: 40°C (sjá þvottaleiðbeiningar á vöru)
Afsláttur við skil á eldri vöru
Við viljum stuðla að sjálfbærni! Þegar rúmfötin eru orðin lúin geturðu komið með þau til okkar og fengið 20% afslátt af nýjum rúmfötum.
Rauði krossinn sér til þess að varan fái framhaldslíf hjá þeim sem þurfa á henni að halda. Með þessu stuðlum við að sjálfbærni og minni sóun.