Bláklukka bróderuð handklæði
Bláklukka er eins og nafnið gefur til kynna, blá og klukkulaga. Þetta fallega blóm er í uppáhaldi hjá svo mörgum enda finnst það víða um land.
Handklæðin eru ofin úr sérvalinni bómullarblöndu sem er einstaklega rakadræg. Þau eru hringofin til að hámarka þéttleika og mýkt. Til að handklæðin verði rakadræg þarf að þvo þau nokkrum sinnum. Hægt er að leggja handklæði í bleyti áður en þau eru þvegin í fyrsta sinn. Með þessu dregur bómullin strax í sig raka, þéttist og mýkist áður en þau eru þvegin.
Litun bómullar í handklæðalínu Lín Design er unnin samkvæmt Oeke-Tex Standard. Þetta þýðir að litunin er gerð án mengandi efna. Litunin er samkvæmt bestu vitund unnin með umhverfisvænum og húðvingjarnlegum efnum.
Vefnaður: 100% bómull
Þéttleiki: 550 gsm
Stærðir: 30X30, 40X70 og 70X140 og handklæðasett ( 1 stk af hverri stærð)
Á undanförnum árum höfum við unnið með Rauða krossinum við að safna notuðum vörum. Þegar rúmfötin eru orðin lúin þá er upplagt að koma með þau til okkar og fá önnur með 20% afslætti. Rauði krossinn kemur rúmfötunum til þeirra sem geta nýtt hana aftur. Með þessu nýtast vörunar áfram hvort sem er til notkunar eða vefnaðar og náttúran græðir.