🧸 Dúkkurúmföt – fyrir leik, ímyndunarafl og hlýju
Leikur með dúkkur og bangsa fær nýjan blæ með þessum silkimjúku dúkku/bangsarúmfötum.
Stærðir:
-
Sængurver: 30 × 20 cm
-
Koddaver: 14 × 22 cm
✨ Leikur sem byggir upp tengsl og öryggi
Það hefur sýnt sig að börn sem fá að hafa bangsa eða dúkku hjá sér í svefni finna oft fyrir auknu öryggi og ró. Með því að búa um rúmið fyrir dúkkuna eða bangsa þróar barnið með sér daglega rútínu, skapar tengsl og lærir um umhyggju – allt í gegnum leik.
Dúkkurúmfötin hjálpa barninu að tjá umhyggju, setja mörk og skilja hlutverk næturinnar – að hvíla sig, slaka á og búa sig undir nýjan dag.
Dúkkusæng og dúkkukoddi eru einnig fáanleg