Vatnajökull dúnteppi – Létt og hlýtt útiteppi 140×200 cm
Vatnajökull dúnteppið frá Lín Design sameinar náttúrulegan hlýleika, nútímalega hönnun og hagnýta notkun. Þetta teppi er saumað með 200 gr 100% RDS-vottuðum andadún sem veitir góða einangrun í íslensku veðri – hvort sem þú ert heima, á ferðalagi eða úti í náttúrunni.
Ytra byrðið er úr slitsterku og vatnsfráhrindandi nylon sem hrindir frá sér raka, óhreinindum og dýrahárum – fullkomið fyrir gæludýraeigendur. Teppið er létt og pakkast í meðfærilegan pokapoka, svo auðvelt er að hafa það með í bílinn, í bústaðinn eða í útivistina.
Teppið er með smellum og hægt að smella það saman sem poncho, svo þú getur haldið á kaffibolla eða bók með frjálsar hendur.
Eiginleikar:
✔ 200 gr hreinn andadúnn – létt en hlýtt
✔ Vatnsfráhrindandi og dregur ekki í sig dýrahár
✔ 20D slitsterkt ripstop nylon
✔ RDS og Oeko-Tex vottun
✔ Hægt að smella saman sem poncho
✔ Kemur í svörtu og gráu
✔ Stærð: 140×200 cm
✔ Þvoist við 30°C
✔ Tilvalin gjöf og frábært í sófann á köldum vetrarkvöldum