Erna kjóll – kjóll sem má líka nota dagsdaglega
Erna kjóllinn frá Lín Design er hannaður með bæði þægindi og útlit í huga. Hann hentar jafnt sem náttkjóll, kósý heima eða sem stílhrein flík dagsdaglega.
Ernu-kjóllinn frá Lín Design er fullkomin samsetning af þægindum og kvenlegum smáatriðum. Hann er saumaður úr 94% náttúrulegu modal sem gefur honum einstaka mýkt, léttleika og góða öndun.
Kjóllinn er með stuttum blúnduermum og blúnduskreytingu við hálsmál og fald, sem gefur honum rómantískt og fínlegt yfirbragð. Sniðið er beint og laust svo hann hentar vel við öll tækrifæri
🌿 Eiginleikar
✔ 94% modal, 6% teygja – náttúrulegt, umhverfisvænt og mjúkt
✔ Létt og andandi efni sem heldur sér vel
✔ V-hálsmál og stuttar blúnduermar
✔ Faldur með blúndukanti
✔ Beint og laust snið
✔ Hentar líka sem “loungewear” eða dagsflík
✔ Stærðir: XS, S, M, L, XL
✔ Litir: Drappaður og svartur
🧼 Þvottaleiðbeiningar
-
Þvoist við 30°C með mildu þvottaefni
-
Ekki mælt með þurrkara
-
Þarf ekki að strauja
♻️ Sjálfbærni og samfélagsábyrgð
Skilaðu kjólnum þegar hann er orðinn lúinn og fáðu 20% afslátt af nýjum. Eldri flíkin fer til Rauða krossins þar sem hún fær nýtt líf – náttúran græðir og vörur nýtast áfram.
🌱 Gæðavottun
Allar vörur frá Lín Design eru OEKO-TEX® STANDARD 100 vottaðar, sem tryggir að efnið sé prófað fyrir skaðlegum efnum og henti bæði börnum og fullorðnum með viðkvæma húð.