LAVENDER kerti
LAVENDER er þriðji lífræni ilmurinn frá Lín Design.
Kertin eru handgerð úr 100% soyjavaxi, kertakveikurinn er úr 100% náttúrulegum bómullarþræði. Kertin eru 150 ml og er áætlaður brennslutími kertanna u.þ.b. 35-40 klukkustundir. Við mælum með að brenna kertið alveg út við glasbrún við fyrstu notkun.
Vörurnar eru hágæðavara þær eru handunnar úr lífrænum olíum, vaxi, blómum, grænmeti og ávöxtum. Ilmirnir eru sérhannaðir fyrir Lín Design og er því einstakir á sinn hátt og blöndurnar eru því einn sinnar tegundar. Ilmurinn er gerður úr Lavander og sítrusávexti. Vörurnar og umbúðir eru umhverfisvænar í alla staði. Vörur þessar eru ekki testaðar á dýrum.
LAVENDER ilmirnir eru framleiddir á Íslandi, kertin eru framleidd á vernduðum vinnustað Bjarg – Iðjulundi á Akureyri fyrir Lín Design.
Lín Design framleiðir einnig koddasprey og sápu í LAVENDER – línunni.
LAVENDER vinnur vel gegn lúsmýi og er einn þeirra helsti óvinur.