13 dagar til jóla – jólarúmfötin segja sögu íslenskra jólasveina!
Á hverju ári bætist við í jólasveinafjölskylduna hjá Lín Design og þessi útgáfa fangar jólaandann á einstakan hátt.
Rúmfötin eru hönnuð sem jóladagatal þar sem börnin geta fylgst með því þegar jólasveinarnir koma til byggða – rétt eins og í gömlu íslensku hefðinni með skóinn í glugganum.
Koddaverið prýðir jólakötturinn, og Kertasníkir – 13. jólasveinninn – skreytir púðaverið sem rúmfötunum er pakkað í.
Rúmfötin eru tvíhliða: með jólamynstri öðru megin og hvít einlit hinum megin.
Efni og gæði
-
540 þráða Pima bómullarsatín
-
OEKO-TEX® vottuð framleiðsla – án skaðlegra efna
-
Þéttur vefnaður og náttúruleg mýkt sem eykst við notkun
-
Bönd að innan í sængurverinu halda sænginni á sínum stað
-
Lokun að neðan með tölum
Stærðir og innihald
Rúmfötin fást í tveimur stærðum:
Barnarúm:
-
Sængurver: 100 × 140 cm
-
Koddaver: 35 × 50 cm
-
Púðaver (pökkunarumbúðir): 30 × 30 cm
Fullorðinsrúm:
-
Sængurver: 140 × 200 cm
-
Koddaver: 50 × 70 cm
-
Púðaver (pökkunarumbúðir): 40 × 40 cm
Þvottaleiðbeiningar
Þvo við 40°C með mildu þvottaefni.
Ekki nota mýkingarefni.
Strauið á lágum hita ef þörf krefur.