Krummi – hettuhandklæði
Hettuhandklæðin eru ofin úr 100% bómull. Handklæðin mýkjast vel og eru sérstaklega rakadræg. Þau eru með hettu og henta einstaklega vel yngsta fólkinu fram til þriggja ára aldurs.
Hægt er að fá þvottastykki í sömu línu. Lín Design vörurnar eru Oeko-Tex vottaðar.
Stærð: 75X75
Vefnaður: 100% bómull
Þéttleiki: 550 gsm
Má þvo við 40 gráður, handklæðið heldur sér vel þvott eftir þvott (sjá þvottaleiðbeiningar).
Á undanförnum árum höfum við unnið með Rauða krossinum við að safna notuðum vörum. Þegar rúmfötin eru orðin lúin þá er upplagt að koma með þau til okkar og fá önnur með 20% afslætti. Rauði krossinn kemur rúmfötunum til þeirra sem geta nýtt hana aftur. Með þessu nýtast vörunar áfram hvort sem er til notkunar eða vefnaðar og náttúran græðir.