Lauf púðaver – náttúran fær nýtt líf í hönnun
Lauf púðaverið fangar fegurð íslenskra laufblaða í glæsilegum gráum litum. Mynstrið er bæði prentað og bróderað – svarta mynstrið er útsaumað ofan á prentið og gefur púðanum ríkulegt og lifandi yfirbragð.
Púðinn er einlitur á bakhlið og lokast með fallegum trétölum. Þannig er hægt að nota hann á tvo vegu – annaðhvort með mynstrinu og bróderingunni að framan eða í einföldu einlitu útliti að aftan.
Laufin sem prýða púðann voru týnd á Hvaleyrarholti, þurrkuð og teiknuð af hönnuði Lín Design. Þetta gerir púðaverið að einstöku hönnunarverki sem sameinar náttúru Íslands og nútímalegan stíl.
✔ Mynstur bæði prentað og bróderað – gefur fallega dýpt
✔ Hægt að nota á tvo vegu – mynstrað eða einlitt
✔ Lokast með trétölum að aftan
✔ Hluti af Lauf línunni – einnig í boði rúmföt, dúkar og löberar
Efni: 100% polyester
Stærð: 50×70 cm
Fylling: Fæst sér í sömu stærð
Þvottaleiðbeiningar
Þvoist við 40°C með mildu þvottaefni. Forðast mýkingarefni. Má þurrka á lágum hita eða hengja til þerris.