Rósin hefur lengi verið algeng í íslenskum hannyrðum. Þessi gamla en sígilda hönnun byggir á fornu mynstri sem minnir margt á frostrós. Áttablaðarósin er form sem sameinar menningu okkar og fallega hönnun. Áttablaðarósin er byggð á munstri úr sjónabók Jóns Einarssonar bónda og hagleiksmanns í Skaftafelli á 18. öld. Bókin hefur að geyma mörg munstur ætluð til hannyrða og er varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands.
Mynstrið er saumað út með silfurþræði með krosssaum sem gerir púðann einstakan.
Púðaverið kemur í stærð 45X45 og hægt er að kaupa fyllingu í púðann.
Púðinn er framleiddur úr 100% polyester efni sem auðvelt er að þrífa. Þvoist við 40 gráður (sjá þvottaleiðbeiningar
Lín Design vörurnar eru Oeko-Tex vottaðar.
Á undanförnum árum höfum við unnið með Rauða krossinum við að safna notuðum vörum. Þegar rúmfötin eru orðin lúin þá er upplagt að koma með þau til okkar og fá önnur með 20% afslætti. Rauði krossinn kemur rúmfötunum til þeirra sem geta nýtt hana aftur. Með þessu nýtast vörunar áfram hvort sem er til notkunar eða vefnaðar og náttúran græðir.