Liljurós púðaver – sígilt íslenskt mynstur í krosssaumi
Rósin hefur lengi verið algeng í íslenskum hannyrðum. Þessi sígilda hönnun byggir á fornu mynstri sem minnir margt á frostrós. Áttablaðarósin er form sem hefur fylgt íslenskri menningu öldum saman og sameinar hefð og fagurfræði.
Mynstrið á púðanum er byggt á Áttablaðarós úr sjónabók Jóns Einarssonar bónda og hagleiksmanns í Skaftafelli á 18. öld. Sjónabókin geymir fjölda munstra ætluð til hannyrða og er varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands.
Liljurós púðaverið er saumað út með silfurþræði í krosssaumi sem gefur fallega glitrandi áferð og gerir hvern púða einstakan.
✔ Einstakt handverk með krosssaumi í silfurþræði
✔ Hönnun byggð á íslenskri menningararfleifð
✔ Klassískt mynstur sem minnir á frostrós
✔ OEKO-TEX® vottuð framleiðsla – án skaðlegra efna
✔ Hægt að fá fyllingu í púðann
Stærð: 45×45 cm
Efni: 100% polyester
Þvottaleiðbeiningar
Þvoist við 40°C með mildu þvottaefni. Forðast mýkingarefni. Má þurrka á lágum hita eða hengja til þerris.