Pífurúmföt
Rómantísk pífurúmföt ofinn úr sérvalinni umhverfisvænni 450 þráða bómull.
Sængurverið, koddaverið og púðaverið eru með pífum allan hringinn, einstaklega glæsileg og rómantísk rúmföt sem hægt er að fá í barna og fullorðinsstærðum.
Rúmfötin koma í stærðum 140X200 í bleiku og gráum lit.Hægt er að fá koddaver í stíl
Nýjungin hjá okkur núna er að pakka rúmfötunum inn í glæsilegt púðaver sem eykur á fegurð og notagildi. Eigandinn er því að fá þrjá hluti í rúmið í stað tveggja áður. Enn er aðalmarkmið okkar að láta náttúruna njóta og henda engu.
Þvoist við 40° C (sjá þvottaleiðbeiningar).
Á undanförnum árum höfum við unnið með Rauða krossinum við að safna notuðum vörum. Þegar rúmfötin eru orðin lúin þá er upplagt að koma með þau til okkar og fá önnur með 20% afslætti. Rauði krossinn kemur rúmfötunum til þeirra sem geta nýtt hana aftur. Með þessu nýtast vörunar áfram hvort sem er til notkunar eða vefnaðar og náttúran græðir.