Svunta Skaftafellsmunstur
Skaftafellsmynstur kemur úr sjónabók Jóns Einarssonar. Jón var mikill hagleiksmaður (1731-1798) og tók saman nokkur af helstu útsaumamynstur samtímans úr Skaftafelli.
Skaftafellsbók var í þrykktu leðurbandi og taldi 49 blaðsíður. Munstrin í bókinni er margvísleg rúðumunstur og stafagerðir en jafnframt línuteiknuð blóm og jurtir.
Á Íslandi er löng hefð fyrir fallegu skrauti og munstri á vefnaðarvörum. Árið 2009 kom út bókin Íslensk sjónabók sem inniheldur 10 sjónabækur sem allar eiga það sameiginlegt að vera „hannaðar“ á 18. og fyrri hluta 19. aldar. Í bókinni er að finna mikið af fallegum mynstrum sem eiga jafn vel við í dag og þegar þau voru hönnuð á sínum tíma.
Í vörulínu Lín Design er að finna nokkur íslensk mynstur frá fyrri tíð. Það er mikið gleðiefni að færa þessi gömlu fallegu munstur inn í nútímann. Hönnunin hefur á engan hátt verið breytt frá fyrri tíð, heldur er litamynstri annað og efnisvalið nokkuð frábrugðið því sem var á 18. og 19. Öld.
Svuntan „Skaftafell“ er framleidd úr þéttu efni sem þolir vel þvott. Mynstrið er ofið í svuntuna svo úr verður glæsilegt munstur sem á sér langa sögu.
Svuntan er ofin úr 100% polyester. Þær eru straufríar og sérstaklega húðaðar svo að blettir setjist síður í (sjá þvottaleiðbeiningar).