Skautbúningasvuntan
Skautbúningasvuntan er í anda íslenska skautbúningsins sem hannaður var af Sigurði Guðmundssyni málara á árunum 1858-1860.
Á undanförnum árum hefur orðið mikil breyting á íslenskri hönnun. Snemma árs 2009 kom út Sjónabók í samstarfi við Þjóðminasafnið. Í bókinni er að finna íslensk mynstur frá 17. 18. og 19. öld. Markmið með útgáfu bókarinnar var m.a. að hvetja hönnuði dagsins í dag að nota mynstur fyrri ára til innblásturs.
Frá upphafi hefur markmið hönnuða verið að sækja innblástur í íslenska náttúru og menningu. Það er mikið gleðiefni að sækja í gamlan grunn og færa í nýjan búning.
Svuntan kemur í fallegu veski sem er gullbróderað eins og svuntan.
Svuntan er ofin úr 100% polyester. Þær eru straufríar og sérstaklega húðaðar svo að blettir setjist síður í efnið (sjá þvottaleiðbeiningar).