Fjallkonu – servíettur
Fjallkonu mynstrið er að hluta til það sama og í skautbúningasvuntunni sem hannaður var af Sigurði Guðmundssyni málara á árunum 1858-1860.
Frá upphafi hefur markmið hönnuða verið að sækja innblástur í íslenska náttúru og menningu. Það er mikið gleðiefni að geta sótt hönnun í gamlan grunn og fært í nýjan búning.
Fjallkonuservíettan er glæsileg útfærsla af hönnun sem hefur staðist tímana tvenna. Fjallkonuservíettan kemur bæði í silfur og gull bróderingu með textanum ,, Verði þér að góðu,, og eru servíetturnar framleiddar á Íslandi
Hægt er að fá löber, svuntur og ofnhanska í stíl við servíetturnar
Matarservíettur 33X33 cm
15 stk í pakka