Hjartarfi
Hjartarfi er rúmfatnaður fyrir þá sem gera kröfur um mikla mýkt og fallega hönnun. Hjartarfi er fínlegt mynstur og líkist hjartarfanum sem vex hvarvetna. Í náttúrunni eru stofnblöðin fjaðurskipt en aldinin hjartlaga og af þeim dregur jurtin nafn sitt.
Hjartarfi er tíunda mynstrið sem sótt er í íslenska náttúru. Líkt og með alla okkar hönnun er markmiðið að færa fegurð náttúrunnar inn til okkar.
Þetta fínlega mynstur er hannað á rúmfatnað fyrir börn og fullorðna.
Til að hámarka gæðin er Hjartarfi ofin í 380 þráða langþráða 100% Pima bómul sem er einstök að gæðum. Þessi bómullarblanda nær fullri mýkt eftir 4-5 þvotta. Þvoist við 40° C (sjá þvottaleiðbeiningar).
Umbúðirnar eru hannaðar sem dúkku- eða bangsarúmfatnaður og henta vel utan um dúkku og bangsasængurnar frá Lín Design.
Á innanverðum sængurverunum eru bönd til þess að binda í Lín Design dúnsængina. Með þessu móti kemur þú í veg fyrir að sængurverið sé laust inn í sænginni. Koddaverin hafa tölulaust hliðarop sem smeygja má koddanum inn um
Hjartarfin kemur í nokkrum litum, bróderingum og fæst bæði í barna og fullorðinsstærðum.
Á undanförnum árum höfum við unnið með Rauða krossinum við að safna notuðum vörum. Þegar rúmfötin eru orðin lúin þá er upplagt að koma með þau til okkar og fá önnur með 20% afslætti. Rauði krossinn kemur rúmfötunum til þeirra sem geta nýtt hana aftur. Með þessu nýtast vörunar áfram hvort sem er til notkunar eða vefnaðar og náttúran græðir.