Blóðbergsjurtin er í uppáhaldi hjá mörgum Íslendingum enda afar falleg og ilmurinn einstakur. Blómin eru smágerð og bleiki liturinn sem einkennir jurtina stingur skemmtilega í stúf við grænan lit stilkana.
Blóðbergsmynstur Lín Design er rómantískt og áræðið á sama tíma. Mynstrið í sængurfatnaðinum er prentað á hvítan grunn þannig að bæði bleiki liturinn í blómunum og sá græni njóta sín vel. Blóðbergismynstrið er eitt af fyrstu mynstrunum sem hönnuðir Lín Design komu fram með og hefur það notið mikilla vinsælda frá upphafi. Öllum sængurfatnaði frá Lín Design er lokað með tölum en koddaverin hafa tölulaust hliðarop sem smeygja má koddanum inn um.
Blóðbergs sængurfatnaðurinn frá Lín Design eru ofin úr sérvalinni 380 þráða 100% Pima bómull. Vefnaðurinn er nokkuð þéttur og bómullin afar mjúk og endingargóð. Gera má ráð fyrir að bómullin þurfi þrjá til fjóra þvotta til að draga í sig þann vökva sem þarf til að hún nái hámarks mýkt. Við mælum með að rúmfötin séu þvegin við 40° hita.
Nýjungin hjá okkur núna er að pakka rúmfötunum inn í glæsilegt púðaver (40X40) svæfilsver sem eykur á fegurð og notagildi. Eigandinn er því að fá þrjá hluti í rúmið í stað tveggja áður. Enn er aðalmarkmið okkar að láta náttúruna njóta og henda engu
Til fróðleiks
Fyrr á tímum þótti blóðberg vera öflug lækningajurt og var gjarnan notuð til sótthreinsunnar í skurðaðgerðum vegna bakteríudrepandi eiginleika sinna. Hún hefur einnig verið notuð gegn öndunarfærasýkingum, sem bólgueyðandi- og græðandi smyrsl og auk þess er blóðbergið talið gott við ýmsum meltingarsjúkdómum þar sem jurtin dregur úr krampa í meltingarfærum. Blóðbergið var í miklum metum hjá drykkjumönnum sem gjarnan notuðu seyði af jurtinni til að vinna bug á slæmum timburmönnum. Í nútímanum nota sumir blóðbergsolíu út í bað til að mýkja vöðva enda jurtin talin virka vel á gigtarverki. Algengust má þó telja að jurtin sé notuð í te eða sem kryddjurt enda skyld hinu velþekkta Timjan kryddi.