Áttablaðarós með krosssaum
Áttablaðarósin hefur lengi verið algeng í íslenskum hannyrðum. Þessi gamla en sígilda hönnun byggir á fornu mynstri sem minnir margt á frostrós. Áttablaðarósin er form sem sameinar menningu okkar og fallega hönnun. Áttablaðarósin er byggð á munstri úr sjónabók Jóns Einarssonar bónda og hagleiksmanns í Skaftafelli á 18. öld. Bókin hefur að geyma mörg munstur ætluð til hannyrða og er varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands.
Áttablaðarós með krosssaum , einkalega fallegur silfraður krosssaumur með áttablaðarós prýðir þessa dúka og löbera. Mynstrið er saumað til beggja hliða og á miðju dúksins. Einnig eru fáanleg með sama mynstri rúmföt með krosssaumi í og handklæði í sömu línu.
Dúkurinn kemur í 150×250 og 150×300.
Þvoist við 40°- 60°C (sjá þvottaleiðbeiningar).