Áttablaðarós með krosssaum – sígilt íslenskt handverk
Áttablaðarósin hefur lengi verið eitt algengasta mynstrið í íslenskum hannyrðum. Þetta forna og sígilda mynstur minnir á frostrós og sameinar menningu okkar og fagurfræði. Það á rætur sínar að rekja í sjónabók Jóns Einarssonar bónda og hagleiksmanns í Skaftafelli á 18. öld, sem varðveitt er í Þjóðminjasafni Íslands.
Í þessari útgáfu prýðir silfraður krosssaumur með áttablaðarós dúkinn og löberann. Mynstrið er saumað á báðar hliðar og einnig í miðju dúksins.
✔ Fáanleg í stærðum 150×250 cm og 150×300 cm
✔ Fallegur útsaumur með silfruðum þræði
✔ Straufrítt efni úr pólýester sem heldur formi sínu
Þvottaleiðbeiningar
Þvoist við 40°–60°C. Sjá nánari þvottaleiðbeiningar á miða vöru.