Hlýrakjóll með blúndu
Einstaklega fallegur hnésíður hlýra kjóll. Kjóllinn sem er ekki mikið fleginn er með samlitri blúndu sem gerir hann afar kvenlegan. Kjólana má nota við hin ýmsu tækifæri, allt frá því að spóka sig í þeim á ströndinni, vera í að kvöldi undir dragtarjakka eða bara að lúra í honum heima fyrir. Einnig eru þeir mjög fallegir undir peysur og láta blúnduna njóta sín að neðan sem framlenging og að ofan.
Upplagt er að kaupa við hann buxur í sömu línu og kimonoslopp.
Kjóllinn sem er silkimjúkur viðkomu og liggur fallega er ofinn úr 96% viscose og 4% teygju.Efnið er hitatemrandi og dregur síður í sig svita.
Kjólarnir koma í stærðum S, M, L, og XL í svörtu, gráu og bleiku.
Þvoist á 30 gráðum (sjá þvottaleiðbeiningar).
Á undanförnum árum höfum við unnið með Rauða krossinum við að safna notuðum flíkum. Þegar flíkin er orðin lúin þá er upplagt að koma með hana til okkar og fá aðra með 20% afslætti. Rauði krossinn kemur flíkinni til þeirra sem geta nýtt hana aftur. Með þessu nýtist flíkin áfram og náttúran græðir.