Gráfeldur stuttur sloppur frá Lín Design er hannaður með þægindi, einfaldleika og notagildi að leiðarljósi. Þetta er unisex flík sem hentar jafnt konum sem körlum – tilvalin í morguninn, eftir sturtu eða sem kósýflík fyrir kvöldstundina heima.
Efnið er mjúk blanda úr umhverfisvænni bómull og teygju sem veitir mýkt og góða hreyfigetu. Sloppurinn er í klassísku og afslöppuðu sniði og kemur í fallegum gráum lit. Stærðirnar eru stórar að sniði og nær úr S upp í XXL.
Eiginleikar:
Unisex – hentar bæði konum og körlum
Hluti af Heimakær innifatalínu Lín Design
Mjúkt og teygjanlegt efni úr bómullarblöndu
Klassískt snið með góðu frelsi
Grár litur sem fer öllum
Stærðir S–XXL (stærðir eru stórar)
Má þvo á 40°C (sjá þvottaleiðbeiningar)
Oeko-Tex vottun – án skaðlegra efna