Í öruggum faðmi
Einstaklega fallegt sængurverasett með stórri mynd af birnu að svæfa húninn sinn. Sængurverið kemur í antíkbleikum lit í bakið og er einnig með breiðri antíkbleikri rönd framan á verinu. Sængurverið er beinhvítt undir myndinni að framan.
Koddaverið eru í sömu litasamsetningum nema litla myndin í horni þess er af húninum og kemur í stærðinni 35X50.
Bómullin í rúmfötunum er ofin úr 540 þráða pima satínbómull sem tryggir langa þræði, þéttan vefnað, einstaka mýkt, varanlega endingu og heldur sér eins eftir þvott. Þvoist við 40° C (sjá þvottaleiðbeiningar).
Birnan kemur einnig í fallegri fatalínu; náttföt, kjólar og leggings.
Umbúðirnar eru eins og allar umbúðir Lín Design fyrir barnarúmfötin sem er lítið auka sængurvera sett fyrir dúkkuna eða bangsann. Dúkku/bangsa sængurverið er með sömu fallegu myndinni og þeirri sem er á barnasængurverinu og lítilli smellu sem lokar því að neðan. Dúkku/bangsa koddaverið er antik bleikt.
Á undanförnum árum höfum við unnið með Rauða krossinum við að safna notuðum vörum. Þegar rúmfötin eru orðin lúin þá er upplagt að koma með þau til okkar og fá önnur með 20% afslætti. Rauði krossinn kemur rúmfötunum til þeirra sem geta nýtt hana aftur. Með þessu nýtast vörunar áfram hvort sem er til notkunar eða vefnaðar og náttúran græðir.