Lífspor rúmfötin eru styrktarverkefni Lín Design og Líf styrktarfélags
LÍF er styrktarfélag kvennadeildar Landspítala og hefur þann tilgang að bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu.
Lífsporin eru hugsuð til að bjóða nýja einstaklinga velkomna í heiminn.
Rúmfötin eru ofin úr 600 þráða Pima bómullarsatíni sem tryggir langa þræði, þéttan vefnað, einstaka mýkt, hitatemprun og góða endingu. Pima bómullin er fullkomin fyrir viðkvæma húð barnsins þar sem hún andar vel og heldur raka frá húðinni. Á innanverðum sængurverunum eru bönd til þess að binda í Lín Design dúnsængina.Með þessu móti kemur þú í veg fyrir að sængurverið sé laust inn í sænginni. Þvoist við 40° C (sjá þvottaleiðbeiningar).
Stærðir: 70×100 og 100X140, koddaver 35X50
Lín Design vörurnar eru OEKO-TEX ® STANDARD 100 vottaðar.
Umbúðirnar eru umhverfisvænar og endurnýtanlegar, Rúmfötunum er pakkað í auka sængurverasett fyrir dúkkuna eða bangsann. Bangsarúmfötin eru bróderuð með textanum Líf og einu erinidi úr laginu Líf eftir Stefán Hilmarsson.
Líf.
Ljómi þinn er skínandi skær.
Líf.
Augu þín svo saklaus og tær.
Fegurra en nokkuð annað.
Áhrifin ótvíræð:
ég svíf
því ég á
þetta líf.
Á undanförnum árum höfum við unnið með Rauða krossinum við að safna notuðum vörum. Þegar rúmfötin eru orðin lúin þá er upplagt að koma með þau til okkar og fá önnur með 20% afslætti. Rauði krossinn kemur rúmfötunum til þeirra sem geta nýtt hana aftur. Með þessu nýtast vörunar áfram hvort sem er til notkunar eða vefnaðar og náttúran græðir.