Buxur með blúndu
Smart og þægilegar síðar buxur með blúndu brydduðum skálmum. Í mittinu er þægileg, breið og há teygja sem heldur vel að. Kósí buxurnar má nota heima við eða bara sofa í þeim og er tilvalið að kaupa bol, kjól eða jafn vel slopp við.
Kósí buxurnar sem koma í 96% viscose og 4% teygju eru einstaklega þægilegar við komu.
Þær koma svartar, antík bleikar og gráar með blúndu að neðan í stærðum S-XL.
Þvoist á 30 gráðum (sjá þvottaleiðbeiningar).
Á undanförnum árum höfum við unnið með Rauða krossinum við að safna notuðum flíkum. Þegar flíkin er orðin lúin þá er upplagt að koma með hana til okkar og fá aðra með 20% afslætti. Rauði krossinn kemur flíkinni til þeirra sem geta nýtt hana aftur. Með þessu nýtist flíkin áfram og náttúran græðir.