Bókapúði
Kiljan stóð fyrir könnun þar sem Íslendingum gafst kostur á að velja sína uppáhaldsbók. Niðurstaðan úr valinu er kanónan – úrvalsrit íslenskrar alþýðu. Á bókapúðanum eru sérvalin 22 íslensk öndvegisrit sem hafa haft áhrif á þjóðfélag og menningu á Íslandi síðustu aldir og allt til dagsins í dag.
Púðinn er einstaklega vandaður og er hluti hans handgerður.
Bókapúðinn er frábær gjöf sem veitir bókaormum góðan stuðning.
Púðinn er ofinn úr 20% polyester og 80% bómull og áferðin er eins og fínasta hör. Polyester blandan gerir það að verkum að það er auðvelt að þvo hann (sjá þvottaleiðbeiningar).
Stærð: 47×65