Braggablús púðaver
Við þessa hönnun voru form og litir braggans nýtt til innblásturs. Í rúm 70 ár hafa braggar haft mikil áhrif á íslenskt samfélag. Þrátt fyrir fækkun bragga um land allt má enn sjá þá víða í íslenskri náttúru. Bændur nota enn gáma sem hlöður og fjárhús og enn í dag er að finna bragga við Reykjavíkurflugvöll.
Braggamyndin er tekin af Vilmundi Kristjánssyni ljósmyndara og kunnum við honum bestu þakkir fyrir að hafa selt okkur afnot af myndinni sem í fyrstu var hugsuð sem innblástur. Við unnum hana frekar og gerðum þennan fallega púða. Trén og greinarnar eru útsaumaðar í prentaða mynd af bragganum. Aftan á púðanum er „BRAGGABLÚS“ útsaumað í efnið.
Braggarnir voru ekki taldir til mikillar prýði á árum áður, en okkur finnst einmitt að fegurðina sé hægt að finna alls staðar ef maður leggur sig fram. Það er alveg í anda Lín Design að endurvinna þessa ímynd braggans og nýta hana til að búa til fegurð sem vonandi mun prýða sem flest heimili landsmanna því þessi púði hentar í hvaða herbergi sem er.
Púðinn er í stærðinni 50X70.