Ingu bolurinn frá Lín Design er glæsilegur og þægilegur fatnaður fyrir konur sem kjósa bæði mýkt og stíl. Hann er hannaður með frjálslegu sniði og ¾ ermum sem henta jafnt í vinnu, frítíma og kósýheit heima fyrir. Bolurinn er úr 94% náttúrulegu modal-efni og 6% teygju, sem gerir hann einstaklega léttan, andandi og mjúkan viðkomu.
Modal er vistvænt efni unnið úr trjákvoðu, án eiturefna, og er þekkt fyrir að halda lögun og lit, draga síður í sig lykt og svita og veita góða hitatemprun.
Eiginleikar:
Silkimjúk modal
Létt og andandi efni – dregur ekki í sig raka eða lykt
Frjálslegt snið sem gefur góða hreyfingu
3/4 ermar
Stærðir XS – XL
Fáanlegur í svörtu
Þvottaleiðbeiningar:
Þvoist við 30°C með mildu þvottaefni. Ekki setja í þurrkara
Sjálfbærni & endurnýting:
Lín Design leggur áherslu á umhverfisvæna framleiðslu og siðferðilega ábyrgð. Þegar flíkin er orðin lúin getur þú skilað henni til okkar og fengið 20% afslátt af nýrri. Við komum gömlu flíkinni til Rauða krossins þar sem hún fær nýtt líf – náttúran græðir, og vörurnar nýtast áfram.