Tvílit 380 þráða Pima bómull rúmföt – Falleg hönnun sem býður upp á fjölbreytta útfærslu
Oeko-Tex vottuð 380 þráða Pima bómull með fallegu jarðbundnu útliti
Tvílitu rúmfötin frá Lín Design eru hönnuð með náttúrulegum brúntónum eða grátónum, sem veita hlýlegt, róandi og stílhreint yfirbragð í svefnherbergið.
Hönnunin býður upp á fjölbreytta útfærslu þegar rúmið er búið upp, þar sem þú getur valið hvort þú sýnir ljósari eða dekkri litinn eða brett upp á sængina til að skapa fallega skerpu og dýpt.
Rúmfötin eru ofin úr 380 þráða Pima-bómull, sem veitir náttúrulega mýkt, endingargóða áferð og einstaklega mjúka viðkomu. Pima-bómull er einnig þekkt fyrir að vera rakadræg, hitatemprandi og einstaklega þægileg við svefn.
Falleg og fjölhæf hönnun – hægt að búa um rúmið á mismunandi vegu
Tvílit hönnun – gefur svefnherberginu fallegt útlit
100% langþráða Pima-bómull – silkimjúk og endingargóð
380 þráða vefnaður – náttúruleg áferð og mýkt
Andar vel og er hitatemprandi – stuðlar að betri svefni
Oeko-Tex vottuð framleiðsla – engin skaðleg efni
Sængurver með böndum að innan – heldur sænginni á sínum stað
Öllum sængurfatnaði frá Lín Design er lokað með tölum, en koddaverin hafa tölulaust hliðarop, sem gerir auðvelt að setja koddann inn. Á innanverðum sængurverunum eru bönd til að binda í Lín Design dúnsængina, sem kemur í veg fyrir að sængurverið sé laust innan í sænginni.
📏 stærðir:
- 140×200 cm 50X70 cm (1 stk sængurver 1 stk koddaver)
- 70X100 cm 35X50 cm (1 stk sængurver – 1 stk koddaver ) Ungbarnastærð