Ullarteppi
Teppin eru framleidd úr íslenskri ull fyrir Lín Desing hjá KIDKA á Hvammstanga.
Mynstrin í teppunum er áttablaðarós öðru megin og yrjótt hinu megin. Því er hægt er að nota teppið á tvo vegu. Kantarnir eru yfirsaumaðir.
Minni teppin henta einnig vel sem ullarslá
Teppin koma í 5 litum bleikum, bláum, dröppuðu, gráu og svörtu.
Teppin koma í stærðum 100X130 og 140×200.
Teppin eru úr 100% ull.
Áttablaðarósin hefur lengi verið algeng í íslenskum hannyrðum. Innblástur hönnuða Lín Design sækja í gömul íslensk mynstur. Þessi gamla en sígilda hönnun byggir á fornu mynstri sem minnir margt á frostrós. Áttablaðarósin er form sem sameinar menningu okkar og fallega hönnun. Áttablaðarósin er byggð á munstri úr sjónabók Jóns Einarssonar bónda og hagleiksmanns í Skaftafelli á 18. öld. Bókin hefur að geyma mörg munstur ætluð til hannyrða og er varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands.