Eldey silki koddaver – Lúxus fyrir betri svefn, heilbrigðari húð og hár
Upplifðu hámarks þægindi með Eldey koddaverinu úr 22 momme Mulberry-silki og náttúrulegum trefjum (Tencel). Þetta einstaka efni sameinar silkimjúka áferð, hitatemprun og öndun með auknum styrkleika og rakadrægni. Tilvalið fyrir viðkvæma húð, hár og vandað svefnumhverfi.
Náttúruleg húðvernd og mjúkt hár
- ✔ Verndar húðina – dregur úr hrukkum og bólumyndun
- ✔ Minnkar núning – kemur í veg fyrir „svefnbrot“ í andliti
- ✔ Ofnæmisvænt – hentar sérstaklega vel fyrir viðkvæma húð
Hárvernd í svefni
- ✔ Hárið flækist minna og brotnar síður
- ✔ Silki dregur ekki í sig fitu eða raka – heldur hárinu fersku
- ✔ Kemur í veg fyrir slit og fitumyndun við rót
Gæði efnisins og ending
- Efni: 65% 22 momme Mulberry-silki + 35% náttúrulegar trefjar (Tencel)
- Stærð: 50×70 cm
- Litir: Hvítur, bleikur, grár
- Gæðavottun: OEKO-TEX® Standard 100 – án skaðlegra efna
Þvottaleiðbeiningar
Þvoist á 30°C með silkiprógrammi eða viðkvæmum fatnaði. Notið milt þvottaefni eða sjampó. Ekki setja í þurrkara – látið þorna flatt eða á snúru til að varðveita mýkt og gæði.
Sjálfbærni og ábyrg neysla
Eldey koddaverið er framleitt með sjálfbærni að leiðarljósi. Efnisblandan eykur endingu og minnkar sóun. Með því að skila eldri vöru færðu 20% afslátt af nýrri, og við látum vöruna ganga áfram til Rauða krossins.